Rjúpnaskytta fundin

Hekla.
Hekla. mbl.is/SASI

Rjúpnaskytta sem saknað var við Heklu er komin í leitirnar heil á húfi. Björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum voru kallaðar út til leitar. 

Maðurinn, sem var einn á ferð, var í símasambandi um klukkan 18:00 og taldi
þá að hann ætti um klukkustundar gang til að komast í bíl sinn. Síðan heyrðist ekkert frá honum.

Aðstæður voru afar erfiðar, slydda og töluverður vindur og var maðurinn lengi að komast að bíl sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert