Jarðskjálfti við Grímsfjall

Nokkrar jarðhræingar hafa verið við Grímsfjall en hlaup hófst úr …
Nokkrar jarðhræingar hafa verið við Grímsfjall en hlaup hófst úr Grímsvötnum í gær.

Jarðskjálfti, sem mældist 2,8 stig, varð laust fyrir klukkan 17 við Grímsfjall í Vatnajökli en hlaup hófst úr Grímsvötnum í gær. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákvað að lýsa nú síðdegis yfir óvissuástandi á svæðinu sem er lægsta háskastig almannavarna.

Jökulhlaup frá Grimsvötnum hafa komið af stað eldgosum síðast árið 2004 og því ástæða til árvekni. Þess vegna var ákveðið að lýsa yfir  óvissustigi  þar sem nú sé hafin atburðarrás í náttúrunni, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað.

Á þessu stigi hefst samráð á milli almannavarna og þeirra stofnana sem málið varðar. Athuganir, rannsóknir, vöktun og mat er aukið. Atburðurinn er skilgreindur og hættumat framkvæmt reglulega til að meta stöðuna á hverjum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert