Vilja að borgarstarfsmenn komi að gerð fjárhagsáætlunar

Frá fundi í borgarstjórn.
Frá fundi í borgarstjórn. mbl.is/Ómar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu á borgarstjórnarfundi í dag tillögu um þátttöku starfsmanna í gerð fjárhagsáætlunar 2011. Segja borgarfulltrúarnir nauðsynlegt að nýta þekkingu og reynslu starfsmanna til þess að ná hagræðingu og sparnaði í borgarkerfinu þannig að það bitni sem minnst á þjónustu við borgarbúa. 

Í greinargerð með tillögunni segir að  borgarstjórn hafi eftir efnahagshrunið haustið 2008 leitað eftir víðtæku samstarfi við sem flesta um farsælar lausnir í fjárhagsáætlanagerðinni.  Ein þeirra nýjunga var að óska eftir aðkomu starfsmanna Reykjavíkurborgar að þessu stóra verkefni.   Þannig var öllu starfsfólki borgarinnar boðið til þátttöku, ýmist með sérstökum fundum og vinnustofum um hagræðingarverkefni og/eða starfsfólk gat lagt fram tillögur í sérstakan hugmyndabanka á netinu.

Fram kemur, að alls tóku hátt í 3000 starfsmenn þátt og fram komu um 1500 tillögur til hagræðingar. Reykjavíkurborg var vegna þessa verkefnis tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Eurocities – samtaka borga í Evrópu árið 2009. Þessar tillögur hafi skilað 1,3 milljörðum króna í sparnað í borgarkerfisins en það sé næstum tvisvar sinnum sú upphæð sem náðst hefði með hækkun útsvars. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert