Æti skortir fyrir refinn

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps telur að refurinn fái ekki nægilegt æti og …
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps telur að refurinn fái ekki nægilegt æti og búfénaður sé því nærtækast. mbl.is

Hreppsnefnd Húnavatnshrepps telur að svo langt hafi gengið á mófuglastofna og fleiri fuglategundir að æti vantar fyrir refinn. Það sé ástæða þess að ítrekað verði nú vart við dýrbít og nánast um allt land. Hreppsnefndin lýsir auk þess furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda að gera ekki ráð fyrir fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.

Fjallað er um málið á fréttavefnum Feyki, og vísað í vefsvæði Húnavatnshrepps. Segir að málið hafi verið tekið fyrir á síðasta hreppsnefndarfundi. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að fara fram á það við umhverfisráðherra og ríkisstjórnina að hún endurskoði þá ákvörðun sína að ekki sé gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Frétt Feykis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert