Reykjaneshöfn vill fresta öllum afborgunum

Helguvík.
Helguvík.

„Við reiknum með að það vanti um 700 milljónir króna til að mæta afborgunum Reykjaneshafnar á næstu tveimur árum,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs Reykjanesbæjar, um fjárhagsstöðu hafnarinnar.

Höfnin freistar þess nú að semja við lánardrottna um að hún greiði hvorki vexti né afborganir af lánum til 1. maí 2011.

Pétur segir aðspurður að 1,6 milljarða króna þurfi til að ljúka vinnu við báða viðlegukanta, fjármagn sem reiknað sé með í gegnum frumvarp um ríkisstyrk til Helguvíkurhafnar.

Þær framkvæmdir séu á ís þar til framkvæmdir við álver í Helguvík „fari á fulla ferð aftur“. „Ef ríkisstyrkurinn fæst ekki þurfum við að endurskoða þær áætlanir,“ segir Pétur í umfjöllun um stöðu Reykjaneshafnar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert