Atvinnuleysisbótatímabilið lengt í fjögur ár

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar Íslands, að tillögu félags- og tryggingamálaráðherra, Guðbjarts Hannessonar, að lengja hámarkstímabil greiðslu bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði  tímabundið úr þremur árum í fjögur ár.

Jafnframt var samþykkt að ríkisstjórnin leggi fram fjármagn til að ráðinn verði starfsmaður/verkefnisstjóri sem haldi utan formlegt samstarf sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga á sviði velferðarmála sveitarfélaganna á svæðinu.

Verkefnisstjórn skipuð lykilfólki frá sveitarfélögunum og fulltrúum Vinnumálastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Umboðsmanns skuldara myndar samráðshóp sem vinnur með verkefnisstjóranum. Velferðarvaktin verði verkefnisstjórn og verkefnisstjóra til ráðgjafar og haldi utan um verkefnið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar/félags- og tryggingamálaráðherra. Verkefnið er hugsað sem fyrirmyndarverkefni sem önnur svæði gætu síðar ýtt úr vör.

Umboðsmaður skuldara fái aðstöðu á Suðurnesjum og taki þar á móti fólki sem þarf á þjónustu embættisins að halda. Til að byrja með þarf að setja tvo starfsmenn í verkið þar sem nauðungasölur eru hlutfallslega mjög margar á Suðurnesjum m.a. tífalt fleiri en á höfuðborgarsvæðinu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert