Fréttaskýring: Fjöldi flugmanna án vinnu í vetur

Töluverður fjöldi atvinnuflugmanna hefur ekki vinnu við flug í vetur. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir en að mati Kjartans Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra atvinnuflugmanna, slagar sá fjöldi að öllum líkindum upp í eitt hundrað manns.

Kjartan segir engar breytingar fyrirsjáanlegar á þessu ástandi í vetur. Á hinn bóginn er reiknað með mikilli aukningu hjá Icelandair næsta sumar vegna betri verkefnastöðu.

Í umfjöllun á vefsíðu FÍA er vitnað í Þorgeir Haraldsson, yfirflugstjóra Icelandair, sem kveðst vona að allir þeir sem hafa verið í uppsögn hjá félaginu muni komast í vinnu yfir sumartímann næsta vor.

Fram kemur að þeir sem yngstir eru í starfsaldri í þeim hópi hafi þá verið utan vinnu hjá félaginu síðan haustið 2008. Er haft eftir Þorgeiri að miðað við þá áætlun sem í gangi er í dag sé alveg ljóst að ekki megi búast við nýráðningum flugmanna. Þeir flugmenn sem sagt var upp og munu fá störf á ný næsta vor séu það margir að það muni fullnægja þeirri þörf sem verður hjá félaginu næsta sumar.

Fram kom í sumar að 54 flugmenn hjá Icelandair fengu uppsagnarbréf sem tóku gildi 1. september og alls voru þá 90 flugmenn í uppsögn hjá félaginu. Fyrir nokkru var frá því greint að Icelandair ætlaði að auka áætlunarflug sitt á næsta ári um 17% og fljúga til 31 áfangastaðar og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Allir fái starf næsta sumar

,,Undanfarin sumur hafa ekki allir komist í vinnu sem hafa verið við störf hjá félaginu en mér sýnist að ef að líkum lætur muni allur hópurinn fara inn næsta sumar,“ segir Kjartan. Hann á hins vegar ekki von á nýráðningum.

Hópur atvinnuflugmanna sem misst hafa vinnuna hafa leitað út fyrir landsteinana og að sögn Kjartans hafa margir þeirra fengið vinnu hjá Air Atlanta, þar sem uppgangur sé hjá félaginu. Stærsti hópurinn er með loforð um vinnu fram yfir áramót við pílagrímaflugið en Atlanta hefur verið að fjölga vélum hjá sér.

Fjöldi flugmanna, sem sagt var upp og ekki hafa leitað út fyrir landsteinana, er hins vegar án vinnu, eða starfar við flugkennslu. Enn aðrir eru í störfum sem eru fluginu óviðkomandi, t.d. við bensínafgreiðslu, skv. upplýsingum Kjartans.

16 vélar í verkefnum

„Verkefnastaðan lítur ágætlega út,“ segir Hannes Hilmarsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins Air Atlanta. Hluti flugáhafnarinnar er Íslendingar og hafa flugmenn sem misst hafa vinnuna hér heima fengið störf hjá flugfélaginu ,,Við erum á svipuðu róli og verið hefur og erum með 16 vélar í verkefnum í dag,“ segir Hannes.

Félagið hefur unnið að endurnýjun flugflotans sem skiptist að jöfnu á milli farþegaflugs og fraktflugs. Pílagrímaflugið er stór hluti starfseminnar og að sögn Hannesar eru um þessar mundir tvær vélar í áætlunarflugi fyrir Saudi Arabian Airlines allt árið. Þá hefur dregið úr óvissu að félagið er með verkefni til lengri tíma en áður.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...