Mótmælum frestað til fimmtudags

Olíutunnur hafa leikið stórt hlutverk í mótmælaaðgerðum haustsins.
Olíutunnur hafa leikið stórt hlutverk í mótmælaaðgerðum haustsins. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur fólks, sem boðað hafði til mótmæla utan við Stjórnarráðið í kvöld í tengslum við fund samráðsnefndar stjórnmálaflokkanna hefur frestað mótmælunum til fimmtudags. 

Fundi samráðsnefndar um skuldavanda heimilanna og atvinnumál, sem halda átti í Stjórnarráðinu kl. 18 í kvöld, hefur verið frestað til klukkan 14 á morgun. Þá hefur fundi samráðsnefndarinnar með fulltrúum hagsmunaaðila, sem átti að vera í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, verið frestað til fimmtudags klukkan 16.  

Mótmælahópurinn boðar nú til svonefndra tunnumótmæla  við Þjóðmenningarhúsið á fimmtudaginn kl. 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert