Viðræðurnar fela ekki í sér aðlögun

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðildarviðræður við Evrópusambandið fælu ekki að sér neina aðlögun að aðild.

Verið er að ræða utan dagskrár á Alþingi um stöðu viðræðna Íslands við Evrópusambandið. Meginreglan væri að engin aðlögun færi fram fyrr en þjóðin hefði samþykkt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og gerði m.a. að umtalsefni óvissu um hvort að í aðildarviðræðunum fælist aðlögun að ESB-aðild eða ekki.  

Össur sagði, að engin aðlögun væri í gangi umfram þá aðlögun, sem færi fram á Alþingi í viku hverri þegar samþykkjum væru lög þyrfti að innleiða vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að umræðan væri ruglingsleg vegna þess hvernig stofnað var til aðildarviðræðnanna á sínum tíma og ágreiningi stjórnarflokkanna um málið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert