Póstarnir sendir frá netfangi sem skráð var í Kína

Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir.

Jónína Benediktsdóttir segir frá því í bók sinni Jónína Ben að tölvupóstar sem gengu á milli hennar og Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, hafi verið sendir úr netfangi sem var skráð á tölvu í Kína.

Fréttablaðið birti fréttir sem voru byggðir á tölvupóstum Jónínu og Styrmis haustið 2005. Aldrei hefur verið upplýst hvernig Fréttablaðið komst yfir tölvupóstana. Í bók Jónínu kemur ekki fram hver komst fyrst yfir póstana.

„Þetta mál var í alla staði ótrúlegt og svo mikil var harkan að póstarnir voru sendir í tölvupósti út um allt úr netfangi sem var skráð á tölvu í Kína. Svo voru póstarnir fjölfaldaðir og sendir á lögfræðinga og hæstaréttardómara. Jón Magnússon lögmaður sagði mér síðar að hann hefði fengið póstana inn um lúguna hjá sér seint um kvöld,“ segir í bók Jónínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert