Öryrkjar fremur fráskildir, fátækir og í fjölbýli

mbl.is/Árni Torfason

Konur eru hlutfallslega fleiri í hópi öryrkja, öryrkjar eru fremur fráskildir en aðrir og menntunarstig þeirra er talsvert lægra en gerist og gengur meða þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu á högum og lífskjörum öryrkja sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands og kynnt á blaðamannafundi í morgun.

 Skýrslan er byggð á gögnum úr rannsókn á högum öryrkja, sem gerð var á vegum Þjóðmálastofnunar árin 2008 - 2009.

Í skýrslunni kemur fram að aldursdreifing meðal öryrkja er önnur og í raun öfug við það sem er meðal þjóðarinnar í heild. Kynin dreifast heldur ekki jafnt á aldurshópana, þar sem karlar raða sér hlutfallslega frekar en konur í yngstu aldurshópana, en konur eru hlutfallslega fleiri um og eftir miðjan aldur.  

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði að skýrslan væri mjög mikilvægt tæki í réttindabaráttu öryrkja. 

Fátækt virðist vera hlutskipti margra öryrkja í samanburði við aðra þjóðfélagshópa, en hátt í helmingur svarenda var óánægður með fjárhagsafkomu sína og sagðist hafa átt erfitt með að greiða útgjöld undanfarna 12 mánuði, sambærileg tala fyrir þjóðina í heild er 12%.

Helmingur öryrkja er giftur eða í sambúð, athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra, einkum karla. eru einhleypir. Hjúskaparstaða rúmlega 20% þeirra sem svöruðu könnuninni hefur breyst eftir að vinnufærni þeirra skertist. Hlutfall fráskildra öryrkja er talsvert hærra en hjá þjóðinni í heild.

Í lok 2008 var heildarfjöldi örorkulífeyrisþega um 14.500 manns. Algengasta ástæða örorku karla er geðröskun, en hjá konum er örorka oftast af völdum sjúkdóma í stoðkerfi. Geðröskun er algengasta ástæða örorku hjá einstæðum mæðrum.

Meirihluti öryrkja býr í fjölbýlishúsi, öfugt við meirihluta þjóðarinnar. 29% karla og 22% kvenna í hópi öryrkja búa í leiguhúsnæði, sem er talsvert hærra hlutfall en á landsvísu.Rúm 17% öryrkja á aldrinum 30-39 ára búa hjá foreldrum eða ættingjum.

Heildartekjur öryrkja fyrir skatt voru mismunandi eftir kynjum.Meðaltal tekna karla var 196 þúsund krónur á mánuði, en kvenna 163 þúsund krónur.

96% öryrkja hafa verið á vinnumarkaði. Áföll, veikindi eða slys eru helstu ástæður þess að fólk er í hópi öryrkja. 8% þeirra eru með háskólamenntun, en 30% þjóðarinnar er með slíka menntun.72% öryrkja hafði ekki lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi áður en til örorkumats kom. Að sögnj Guðrúnar Hannesdóttur, höfundar skýrslunnar, er menntunarstigið mikilvægur þáttur í þessu samhengi. Hugsanlega megi draga þá áyktun að í láglaunastörfum, sem krefjist lítillar menntunar, sé vinnuvernd ábótavant.

Mjög fáir öryrkjar hafa fengið skipulega starfsendurhæfingu eða starfsþjálfun. Karlar eru líklegri til að fá slíka endurhæfingu. Meirihluti svarenda segist myndu þiggja hana, stæði hún til boða. Rekin er starfsendurhæfing fyrir fatlaða og öryrkja, Hringsjá. Að sögn Guðmundar er kostnaðurinn við reksturinn svipaður og örorkubætur í eitt ár.

Guðmundur benti á að afar mismunandi sé hvernig örorku fólks sé háttað, í mörgum tilfellum sé mikill dagamunur á fólki. „Vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn til að taka á móti fólki sem getur unnið suma daga, en aðra ekki.“

„Við hljótum að vilja einn vinnumarkað fyrir alla, eitt samfélag fyrir alla,“ sagði Guðrún.

Að sögn Guðmundar hefur að undanförnu komið fram ný nálgun á málefni fatlaðra. Að réttindi þeirra og lífskjör snúist meðal annars um að samfélagið lagi sig að fötluðum, en ekki eingöngu að fatlaðir aðlagi sig samfélaginu.   „Við erum því miður langt á eftir nágrannalöndunum. Ég held það sé óhætt að tala um 10-20 ár,“  sagði Guðmundur.

Um 45% öryrkja segist finna fyrir fordómum vegna fötlunar sinnar eða örorku, konur finna meira fyrir slíkum fordómum. Athygli vekur að barnafólk finnur frekar fyrir fordómum, en barnlausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hlaupabraut /Göngubraut
NordicTrack hlaupabraut innflutt af Erninum 3 ára Nýyfirfarin á verkstæði og...
útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...