Öryrkjar fremur fráskildir, fátækir og í fjölbýli

mbl.is/Árni Torfason

Konur eru hlutfallslega fleiri í hópi öryrkja, öryrkjar eru fremur fráskildir en aðrir og menntunarstig þeirra er talsvert lægra en gerist og gengur meða þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu á högum og lífskjörum öryrkja sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands og kynnt á blaðamannafundi í morgun.

 Skýrslan er byggð á gögnum úr rannsókn á högum öryrkja, sem gerð var á vegum Þjóðmálastofnunar árin 2008 - 2009.

Í skýrslunni kemur fram að aldursdreifing meðal öryrkja er önnur og í raun öfug við það sem er meðal þjóðarinnar í heild. Kynin dreifast heldur ekki jafnt á aldurshópana, þar sem karlar raða sér hlutfallslega frekar en konur í yngstu aldurshópana, en konur eru hlutfallslega fleiri um og eftir miðjan aldur.  

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði að skýrslan væri mjög mikilvægt tæki í réttindabaráttu öryrkja. 

Fátækt virðist vera hlutskipti margra öryrkja í samanburði við aðra þjóðfélagshópa, en hátt í helmingur svarenda var óánægður með fjárhagsafkomu sína og sagðist hafa átt erfitt með að greiða útgjöld undanfarna 12 mánuði, sambærileg tala fyrir þjóðina í heild er 12%.

Helmingur öryrkja er giftur eða í sambúð, athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra, einkum karla. eru einhleypir. Hjúskaparstaða rúmlega 20% þeirra sem svöruðu könnuninni hefur breyst eftir að vinnufærni þeirra skertist. Hlutfall fráskildra öryrkja er talsvert hærra en hjá þjóðinni í heild.

Í lok 2008 var heildarfjöldi örorkulífeyrisþega um 14.500 manns. Algengasta ástæða örorku karla er geðröskun, en hjá konum er örorka oftast af völdum sjúkdóma í stoðkerfi. Geðröskun er algengasta ástæða örorku hjá einstæðum mæðrum.

Meirihluti öryrkja býr í fjölbýlishúsi, öfugt við meirihluta þjóðarinnar. 29% karla og 22% kvenna í hópi öryrkja búa í leiguhúsnæði, sem er talsvert hærra hlutfall en á landsvísu.Rúm 17% öryrkja á aldrinum 30-39 ára búa hjá foreldrum eða ættingjum.

Heildartekjur öryrkja fyrir skatt voru mismunandi eftir kynjum.Meðaltal tekna karla var 196 þúsund krónur á mánuði, en kvenna 163 þúsund krónur.

96% öryrkja hafa verið á vinnumarkaði. Áföll, veikindi eða slys eru helstu ástæður þess að fólk er í hópi öryrkja. 8% þeirra eru með háskólamenntun, en 30% þjóðarinnar er með slíka menntun.72% öryrkja hafði ekki lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi áður en til örorkumats kom. Að sögnj Guðrúnar Hannesdóttur, höfundar skýrslunnar, er menntunarstigið mikilvægur þáttur í þessu samhengi. Hugsanlega megi draga þá áyktun að í láglaunastörfum, sem krefjist lítillar menntunar, sé vinnuvernd ábótavant.

Mjög fáir öryrkjar hafa fengið skipulega starfsendurhæfingu eða starfsþjálfun. Karlar eru líklegri til að fá slíka endurhæfingu. Meirihluti svarenda segist myndu þiggja hana, stæði hún til boða. Rekin er starfsendurhæfing fyrir fatlaða og öryrkja, Hringsjá. Að sögn Guðmundar er kostnaðurinn við reksturinn svipaður og örorkubætur í eitt ár.

Guðmundur benti á að afar mismunandi sé hvernig örorku fólks sé háttað, í mörgum tilfellum sé mikill dagamunur á fólki. „Vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn til að taka á móti fólki sem getur unnið suma daga, en aðra ekki.“

„Við hljótum að vilja einn vinnumarkað fyrir alla, eitt samfélag fyrir alla,“ sagði Guðrún.

Að sögn Guðmundar hefur að undanförnu komið fram ný nálgun á málefni fatlaðra. Að réttindi þeirra og lífskjör snúist meðal annars um að samfélagið lagi sig að fötluðum, en ekki eingöngu að fatlaðir aðlagi sig samfélaginu.   „Við erum því miður langt á eftir nágrannalöndunum. Ég held það sé óhætt að tala um 10-20 ár,“  sagði Guðmundur.

Um 45% öryrkja segist finna fyrir fordómum vegna fötlunar sinnar eða örorku, konur finna meira fyrir slíkum fordómum. Athygli vekur að barnafólk finnur frekar fyrir fordómum, en barnlausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Þurrkari
...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
úngbarna baðborð með fjórum skúffum
er með nýlegt úngbarnabaðborð með fjórum skúffum.sími 869-2798 verð 5000 kr...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...