Öryrkjar fremur fráskildir, fátækir og í fjölbýli

mbl.is/Árni Torfason

Konur eru hlutfallslega fleiri í hópi öryrkja, öryrkjar eru fremur fráskildir en aðrir og menntunarstig þeirra er talsvert lægra en gerist og gengur meða þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu á högum og lífskjörum öryrkja sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands og kynnt á blaðamannafundi í morgun.

 Skýrslan er byggð á gögnum úr rannsókn á högum öryrkja, sem gerð var á vegum Þjóðmálastofnunar árin 2008 - 2009.

Í skýrslunni kemur fram að aldursdreifing meðal öryrkja er önnur og í raun öfug við það sem er meðal þjóðarinnar í heild. Kynin dreifast heldur ekki jafnt á aldurshópana, þar sem karlar raða sér hlutfallslega frekar en konur í yngstu aldurshópana, en konur eru hlutfallslega fleiri um og eftir miðjan aldur.  

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði að skýrslan væri mjög mikilvægt tæki í réttindabaráttu öryrkja. 

Fátækt virðist vera hlutskipti margra öryrkja í samanburði við aðra þjóðfélagshópa, en hátt í helmingur svarenda var óánægður með fjárhagsafkomu sína og sagðist hafa átt erfitt með að greiða útgjöld undanfarna 12 mánuði, sambærileg tala fyrir þjóðina í heild er 12%.

Helmingur öryrkja er giftur eða í sambúð, athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra, einkum karla. eru einhleypir. Hjúskaparstaða rúmlega 20% þeirra sem svöruðu könnuninni hefur breyst eftir að vinnufærni þeirra skertist. Hlutfall fráskildra öryrkja er talsvert hærra en hjá þjóðinni í heild.

Í lok 2008 var heildarfjöldi örorkulífeyrisþega um 14.500 manns. Algengasta ástæða örorku karla er geðröskun, en hjá konum er örorka oftast af völdum sjúkdóma í stoðkerfi. Geðröskun er algengasta ástæða örorku hjá einstæðum mæðrum.

Meirihluti öryrkja býr í fjölbýlishúsi, öfugt við meirihluta þjóðarinnar. 29% karla og 22% kvenna í hópi öryrkja búa í leiguhúsnæði, sem er talsvert hærra hlutfall en á landsvísu.Rúm 17% öryrkja á aldrinum 30-39 ára búa hjá foreldrum eða ættingjum.

Heildartekjur öryrkja fyrir skatt voru mismunandi eftir kynjum.Meðaltal tekna karla var 196 þúsund krónur á mánuði, en kvenna 163 þúsund krónur.

96% öryrkja hafa verið á vinnumarkaði. Áföll, veikindi eða slys eru helstu ástæður þess að fólk er í hópi öryrkja. 8% þeirra eru með háskólamenntun, en 30% þjóðarinnar er með slíka menntun.72% öryrkja hafði ekki lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi áður en til örorkumats kom. Að sögnj Guðrúnar Hannesdóttur, höfundar skýrslunnar, er menntunarstigið mikilvægur þáttur í þessu samhengi. Hugsanlega megi draga þá áyktun að í láglaunastörfum, sem krefjist lítillar menntunar, sé vinnuvernd ábótavant.

Mjög fáir öryrkjar hafa fengið skipulega starfsendurhæfingu eða starfsþjálfun. Karlar eru líklegri til að fá slíka endurhæfingu. Meirihluti svarenda segist myndu þiggja hana, stæði hún til boða. Rekin er starfsendurhæfing fyrir fatlaða og öryrkja, Hringsjá. Að sögn Guðmundar er kostnaðurinn við reksturinn svipaður og örorkubætur í eitt ár.

Guðmundur benti á að afar mismunandi sé hvernig örorku fólks sé háttað, í mörgum tilfellum sé mikill dagamunur á fólki. „Vinnumarkaðurinn er ekki tilbúinn til að taka á móti fólki sem getur unnið suma daga, en aðra ekki.“

„Við hljótum að vilja einn vinnumarkað fyrir alla, eitt samfélag fyrir alla,“ sagði Guðrún.

Að sögn Guðmundar hefur að undanförnu komið fram ný nálgun á málefni fatlaðra. Að réttindi þeirra og lífskjör snúist meðal annars um að samfélagið lagi sig að fötluðum, en ekki eingöngu að fatlaðir aðlagi sig samfélaginu.   „Við erum því miður langt á eftir nágrannalöndunum. Ég held það sé óhætt að tala um 10-20 ár,“  sagði Guðmundur.

Um 45% öryrkja segist finna fyrir fordómum vegna fötlunar sinnar eða örorku, konur finna meira fyrir slíkum fordómum. Athygli vekur að barnafólk finnur frekar fyrir fordómum, en barnlausir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

06:54 Hamur karlkyns geirfugls sem drepinn var í Eldey fyrir 173 árum kom í leitirnar á náttúrufræðisafni í Brussel. Þetta er stórfrétt að mati líffræðings hjá Náttúruminjaafni Íslands. Meira »
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...