Almannatryggingabætur hækka ekki

Ekki er gert ráð fyrir neinum hækkunum á bótum almannatrygginga í fjárlagafrumvarpinu. Þetta á við um lífeyristryggingar aldraðra og öryrkja, atvinnuleysisbætur, barnabætur, vaxtabætur og greiðslur úr fæðingarorlofssjóði.

Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að þetta spari ríkissjóði 2,7 milljarða króna. Þá er miðað við að bæturnar verði ekki hækkaðar um 3,5% í samræmi við hækkun á verðlagi. Frumvarpið gerir hins vegar ráð fyrir að krónutöluskattar hækki í samræmi við verðlagsbreytingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert