Jóhanna ánægð með aukið samráð NATO-ríkja

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundinum í portúgal, ásamt Angelu ...
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundinum í portúgal, ásamt Angelu Merkel (t.v.), kanslara Þýskalands, og Juliu Gillard (í miðið), forsætisráðherra Ástralíu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem er stödd á leiðtogafundi NATO í Portúgal, lýsti yfir sérstakri ánægju með aukna áherslu á pólitískt samráð og eflingu borgaralegrar uppbyggingar innan bandalagsins. En því er ætlað að endurspegla heildstæða nálgun í verkefnum og aðgerðum bandalagsins.

Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að í yfirlýsingu fundarins hafi sérstaklega verið vísað í ákvæði ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá 2000 um konur, frið og öryggi, sem verið hafi áherslumál af hálfu Íslands.

Þá segir að leiðtogaráð NATO hafi samþykkt nýja grundvallarstefnu bandalagsins, sem unnið hafi verið að síðasta ár. Stefnunni sé ætlað að gera störf NATO markvissari, hagkvæmari og auka samvinnu við alþjóðastofnanir og ríki utan bandalagsins. 

Endurspeglar áherslur Íslands

Segir að framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, hafi unnið tillögur sínar að nýrri grundvallarstefnu meðal annars á grunni skýrslu sérfræðinganefndar sem hafi skilað tillögum í maí s.l.  Mikið og öflugt samráð hafi verið við öll bandalagsríkin í ferlinu og náðist góð sátt um niðurstöðurnar. 

Áherslur Íslands hafi verið endurspeglaðar í texta grundvallarstefnunnar, meðal annars aukin samvinna við borgaralegar alþjóðastofnanir og samstarfsríki.  Efni grundvallarstefnunnar hafði verið kynnt utanríkismálanefnd Alþingis af utanríkisráðherra fyrir leiðtogafundinn

Þá kemur fram að fundur hafi farið fram í NATO-Rússlandsráðinu þar sem NATO-leiðtogarnir 28 funduðu með forseta Rússlands, Dimítrí Medvedev, og lýsti forsætisráðherra á þeim fundi ánægju sinni með aukið samstarf bandalagsins við Rússa. Ætlunin sé að samstarfið muni meðal annars varða uppsetningu eldflaugakerfis NATO í Evrópu.

Fimm að störfum fyrir íslensku friðargæsluna í Kabúl

Fundur þeirra 50 ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum öryggis- og uppbyggingarsveitum í Afganistan (ISAF), var einnig hluti af dagskrá leiðtogafundarins. Forseti Afganistan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk fleiri forystumanna úr alþjóðasamfélagi, sóttu fundinn.  Skýr stefna hefur verið tekin um að næstu árin verði yfirfærsla ábyrgðar frá ISAF þjóðunum til Afgana sjálfra  þar sem þeir taki forystu í eigin öryggismálum.  Jafnframt var gengið frá samkomulagi um samstarf til lengri tíma milli NATO og Afganistan til að Afganir sjálfir geti tryggt eigið öryggi og byggt upp innviði samfélagsins, bæði hvað varðar her og lögreglu. 

Ísland tekur þátt í verkefni ISAF í Afganistan og starfa nú fimm starfsmenn fyrir íslensku friðargæsluna í Kabúl, auk þess sem tveir íslenskir starfsmenn starfa fyrir verkefni Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

Í gær, 21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

Í gær, 20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

Í gær, 20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

Í gær, 20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

Í gær, 19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

Í gær, 19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

Í gær, 19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

Í gær, 19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

Í gær, 19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

Í gær, 18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

Í gær, 18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

Í gær, 17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

Í gær, 17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

Í gær, 18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

Í gær, 17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

Í gær, 17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...