Jóhanna ánægð með aukið samráð NATO-ríkja

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundinum í portúgal, ásamt Angelu ...
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra (t.h.) á leiðtogafundinum í portúgal, ásamt Angelu Merkel (t.v.), kanslara Þýskalands, og Juliu Gillard (í miðið), forsætisráðherra Ástralíu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem er stödd á leiðtogafundi NATO í Portúgal, lýsti yfir sérstakri ánægju með aukna áherslu á pólitískt samráð og eflingu borgaralegrar uppbyggingar innan bandalagsins. En því er ætlað að endurspegla heildstæða nálgun í verkefnum og aðgerðum bandalagsins.

Fram kemur á vef forsætisráðuneytisins að í yfirlýsingu fundarins hafi sérstaklega verið vísað í ákvæði ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá 2000 um konur, frið og öryggi, sem verið hafi áherslumál af hálfu Íslands.

Þá segir að leiðtogaráð NATO hafi samþykkt nýja grundvallarstefnu bandalagsins, sem unnið hafi verið að síðasta ár. Stefnunni sé ætlað að gera störf NATO markvissari, hagkvæmari og auka samvinnu við alþjóðastofnanir og ríki utan bandalagsins. 

Endurspeglar áherslur Íslands

Segir að framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, hafi unnið tillögur sínar að nýrri grundvallarstefnu meðal annars á grunni skýrslu sérfræðinganefndar sem hafi skilað tillögum í maí s.l.  Mikið og öflugt samráð hafi verið við öll bandalagsríkin í ferlinu og náðist góð sátt um niðurstöðurnar. 

Áherslur Íslands hafi verið endurspeglaðar í texta grundvallarstefnunnar, meðal annars aukin samvinna við borgaralegar alþjóðastofnanir og samstarfsríki.  Efni grundvallarstefnunnar hafði verið kynnt utanríkismálanefnd Alþingis af utanríkisráðherra fyrir leiðtogafundinn

Þá kemur fram að fundur hafi farið fram í NATO-Rússlandsráðinu þar sem NATO-leiðtogarnir 28 funduðu með forseta Rússlands, Dimítrí Medvedev, og lýsti forsætisráðherra á þeim fundi ánægju sinni með aukið samstarf bandalagsins við Rússa. Ætlunin sé að samstarfið muni meðal annars varða uppsetningu eldflaugakerfis NATO í Evrópu.

Fimm að störfum fyrir íslensku friðargæsluna í Kabúl

Fundur þeirra 50 ríkja sem taka þátt í alþjóðlegum öryggis- og uppbyggingarsveitum í Afganistan (ISAF), var einnig hluti af dagskrá leiðtogafundarins. Forseti Afganistan, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk fleiri forystumanna úr alþjóðasamfélagi, sóttu fundinn.  Skýr stefna hefur verið tekin um að næstu árin verði yfirfærsla ábyrgðar frá ISAF þjóðunum til Afgana sjálfra  þar sem þeir taki forystu í eigin öryggismálum.  Jafnframt var gengið frá samkomulagi um samstarf til lengri tíma milli NATO og Afganistan til að Afganir sjálfir geti tryggt eigið öryggi og byggt upp innviði samfélagsins, bæði hvað varðar her og lögreglu. 

Ísland tekur þátt í verkefni ISAF í Afganistan og starfa nú fimm starfsmenn fyrir íslensku friðargæsluna í Kabúl, auk þess sem tveir íslenskir starfsmenn starfa fyrir verkefni Sameinuðu þjóðanna í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...