Framkvæmdir hafa neikvæð áhrif á fuglalíf

Steinkerling vaktar Berufjarðará.
Steinkerling vaktar Berufjarðará.

Lagning nýs vegar um botn Berufjarðar getur haft neikvæð áhrif á fuglalíf. Vegagerðin telur þó að áhrifin verði ekki umtalsverð.

Vegagerðin hefur kynnt frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar lagningar nýs vegar um Öxi og lagfæringa á veginum beggja vegna, það er í Skriðdal og um Berufjarðarbotn. Á síðarnefnda kaflanum verður byggð ný brú á Berufjarðará. Vegagerðin nær til liðlega 30 km kafla.

Um Öxi er sumarleið. Þótt vegurinn hafi verið endurbættur fyrir er hann talinn hættulegur, enda mjór, hlykkjóttur, hæðóttur og brattur malarvegur sem liggur á köflum í miklum hliðarhalla. Hringvegurinn í botni Berufjarðar liggur um brattar brekkur. Einbreið brú er á Berufjarðará og krappar beygjur beggja vegna.

Í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að nýi vegurinn verður með bundnu slitlagi og uppbyggður með tilliti til snjóa. Hann fer upp í 530 metra yfir sjávarmál og það breytist ekki við framkvæmdina.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka