Taka mið af Siðmennt og kirkju

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir. mbl.is/Sverrir

Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur, segir að tillögur ráðsins taki ekki meira mið af tillögum Siðmenntar um trúarbragðafræðslu en af vinnureglum þjóðkirkjunnar um samstarf kirkju og skóla. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Biskupsstofu, er á öðru máli.

Margrét segir að tillögur mannréttindaráðs taki fyrst og fremst mið af skýrslu leikskóla- og menntasviðs Reykjavíkurborgar frá árinu 2007. Þar hafi komið fram að skólastjórnendur óski eftir reglum og viðmiðunum um trúarbragðafræðslu. „Við erum að reyna að setja slíkar reglur,“ segir Margrét.

Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um samhljóm á milli tillagna Siðmenntar frá árinu 2002 og tillögu mannréttindaráðs frá því í haust.

Halldór Reynisson, verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu, segir í Morgunblaðinu í dag, að sér hafi sýnst sem mannréttindaráð hafi ekki kynnt sér vinnureglur kirkjunnar frá 2008. Þá virðist honum sem ýmis atriði í tillögu mannréttindaráðs gangi beinlínis gegn nokkrum atriðum í niðurstöðu skýrslu leikskóla- og menntasviðs borgarinnar frá 2007. Halldór segir að sér sýnist sem mikill samhljómur sé milli tillagna mannréttindaráðs og málflutnings Siðmenntar undanfarin ár.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka