Stálrammarnir á leið frá Kína

Glerhjúpur tónlistarhússins er mikið verk og flókið.
Glerhjúpur tónlistarhússins er mikið verk og flókið. mbl.is/Kristinn

Búast má við því að nýju stálrammarnir utan á tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í Reykjavík séu nú að fara í skip í Kína og þeir verði komnir til landsins upp úr áramótum, að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Portus hf., eiganda Hörpu.

Kostnaður vegna endurgerðar rammanna fellur algerlega á kínverska framleiðandann sem er undirverktaki ÍAV er reisir húsið.

Sett verður upp bráðabirgðaklæðning á suðurhliðinni, þar sem gölluðu rammarnir voru. Er gert ráð fyrir að búið verði að festa nýju stálrammana á tónlistarhúsið fyrir lok júní á næsta ári. Ekki verður nein töf á opnun hússins, hún er sem fyrr áætluð 4. maí á næsta ári en þá verður búið að klára frágang hússins að innan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert