Dræm kjörsókn

Kosningur lýkur kl. 22 í kvöld.
Kosningur lýkur kl. 22 í kvöld. mbl.is/Golli

Kosningaþátttaka í kosningunum til stjórnlagaþings er talsvert lakari en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin. Kl. 16 voru um 18 % búin að kjósa í Reykjavík, en kosningaþátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var á sama tíma um 25%.

Eldra fólk og þeir sem eru komnir á miðjan aldur eru duglegri að kjósa en þeir sem yngri eru.

522 frambjóðendur eru í kjöri, en kjósendur mega kjósa allt að 25. Á kjörskrá eru 232.374. Rúmlega 10 þúsund kusu utan kjörfundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert