Helga Sigríður í aðgerð

Helga Sigríður Sigurðardóttir.
Helga Sigríður Sigurðardóttir.

Helga Sigríður Sigurðardóttir, sem veiktist alvarlega á miðvikudag er komin til Gautaborgar í Svíþjóð þar sem hún gengst undir hjartaaðgerð. Í framhaldinu mun hún þurfa að fá nýtt hjarta. Fjársöfnun hefur verið hrundið af stað til styrktar fjölskyldu hennar

Var henni flogið þangað með sjúkraflugvél sem kom sérstaklega að utan en um borð var sérhæft lið lækna og hjúkrunarfólks. Í aðgerðinni verður blóðflæði tengt fram hjá hjartanu að sögn Málmfríðar Þórðardóttur hjúkrunarfræðings sem þekkir vel til fjölskyldu Helgu Sigríðar.

Stúlkan veiktist alvarlega í sundtíma í skóla sínum á miðvikudag og hefur barist fyrir lífi sínu síðan. Hún var fyrst flutt á Landspítalann áður en hún var flutt til Svíþjóðar. Foreldrar hennar fóru utan með áætlunarflugi til Kaupmannahafnar og ætluðu þaðan áfram með tengiflugi til Gautaborgar.

Hrundið hefur verið af stað fjársöfnun til styrktar fjölskyldunni og er reikningur Maríu Egilsdóttur, móður Helgu, 0565-26-110378, kennitala er 180470-3449.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert