Hæfileikalítið sendiráðsfólk

Bandaríska sendiráðið.
Bandaríska sendiráðið. Sverrir Vilhelmsson

„Á síðustu hálfri öld má kannski segja, að fjórir bandarískir sendiherrar hafi haft sérstöðu, aðrir skiptu litlu [...] Oft voru hér ótrúlega hæfileikasnauðir einstaklingar fulltrúar Bandaríkjastjórnar,“ skrifar Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, í pistli um WikiLeaks-málið.

Pistillinn er birtur á vef Evrópuvaktarinnar en þar fjallar Styrmir á opinskáan hátt um starfsmenn bandaríska sendiráðsins við Laufásveg.

Styrmir segir það undantekningu ef „sérstakir hæfileikamenn“ hafi starfað í sendiráðinu á Íslandi. Flestir sendiherranna hafi skipt litlu. Hann skrifar:

„Starfsmenn sendiráða eru að jafnaði engir sérstakir snillingar. Þeir eru bara venjulegt fólk eins og aðrir. Þegar horft er til okkar nánasta umhverfis og samskipta Íslendinga við bandaríska sendiráðið, sem er auðvitað það sendiráð hér, sem á árum áður skipti mestu en nú litlu sem engu, er það undantekning en ekki regla, að sérstakir hæfileikamenn hafi verið starfandi við Laufásveg. Á síðustu hálfri öld má kannski segja, að fjórir bandarískir sendiherrar hafi haft sérstöðu, aðrir skiptu litlu.

Þar var um að ræða James Penfield, Frederick Irving, Marshall Brement og Nicholas Ruwe. Sérstaða þeirra byggðist ýmist á persónulegum hæfileikum þeirra eða nánum tengslum við æðstu ráðamenn vestan hafs. Oft voru hér ótrúlega hæfileikasnauðir einstaklingar fulltrúar Bandaríkjastjórnar [...] Af hverju halda menn, að framleiðandi hnattlíkana hafi verið gerður að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi undir lok Viðreisnartímabilsins?!

Sá maður hafði að vísu dómgreind til að átta sig á að hans tími var liðinn, þegar vinstri stjórn komst til valda sumarið 1971 með það markmið að loka varnarstöðinni í Keflavík.“

Pistil Styrmis í heild sinni má nálgast hér.

Má í þessu samhengi rifja upp þau orð Styrmis á málþingi um bók Gunnars Þórs Bjarnasonar sagnfræðings um brotthvarf varnarliðsins að Bandaríkjastjórn hafi svikið íslensk stjórnvöld þegar þau lokuðu herstöðinni í Keflavík. Ákvörðunin hafi verið „svik“.

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert