Prentmiðlar fjalla mest um Jón Ásgeir

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

Íslenskir prentmiðlar fjalla langmest um Jón Ásgeir Jóhannesson af þeim sem helst tengjast fjármálahruninu. Samtals birtust 413 greinar um hann á frá því í mars á þessu ári og fram í september, tæplega 40% þeirra birtust í DV, um 27% í Morgunblaðinu, ríflega 21% í Fréttablaðinu og um 12% í Viðskiptablaðinu.

Þetta kemur fram á vef Björgólfs Thors Björgólfssonar en hann fékk Creditinfo til að kanna umfjöllun um nokkra nafngreinda einstaklinga sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda hrunsins 2008.

Prentmiðlar fjölluðu næstmest um Björgólf, eða í 196 skipti, mest í DV og síðan í Fréttablaðinu en um 80% allra frétta prentmiðla um hann eru í þessum tveimur miðlum. Því næst fjalla íslenskir prentmiðlar mest um Sigurð Einarsson, Hreiðar Má Sigurðsson og Pálma Haraldsson.

Björgólfur segir á heimasíðu sinni, að Fréttablaðið fjalli hlutfallslega minna um Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálma Haraldsson en aðra úr hópi þeirra sem fjölmiðlar fjölluðu mest um.

Þá sé áberandi að DV fjalli mun oftar um þessa fimm menn en aðrir prentmiðlar þrátt fyrir að blaðið komi út aðeins þrisvar í viku. 

Vefur Björgólfs Thors

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert