Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða

Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS, afhenti í dag Steingrími J. …
Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS, afhenti í dag Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, tillögur um sparnað í ríkisrekstri

Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins og leggur til að útgjöld ríkisins verði lækkuð um 49,9 milljarða króna í beinum niðurskurði, án þess að hróflað verði við velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu.

Ólafur Örn Nielsen, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), afhenti í dag Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra,sparnaðartillögur ungra sjálfstæðismanna á fjárlögum næsta árs.
Þetta er annað árið í röð sem ungir sjálfstæðismenn kynna sparnaðartillögur sínar, segir í tilkynningu.

Þess utan er gerð krafa um 5% flata hagræðingu á eftirstandandi liði. Að því viðbættu myndu útgjöld ríkisins lækka um tæpa 54,5 milljarða á næsta ári.

Öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnaðarrannsóknar verði afnumin


Ekki er hróflað við bótakerfinu.
Lagt er til að Neytendastofa, Lýðheilsustöð, Jafnréttisstofa, embætti Ríkissáttasemjara, Samkeppniseftirlitið, Ferðamálastofa og aðrar óþarfar stofnanir verði lagðar niður.
Lagt er til að öll listasöfn, leikhús, sinfóníuhljómsveitin og aðrar menningarstofnanir verði ýmist lagðar niður eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vasa skattgreiðenda. Þá er lagt til að hætt verði við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík.
Lagt er til að öll framlög í rannsóknarsjóði verði lög niður og slíkir sjóðir lifi af sértekjum eða afli sér fjár með öðrum hætti en úr vösum skattgreiðenda.
Lagt er til að RÚV verði lagt niður eða selt, og um leið tekið af fjárlögum.
Lagt er til að umsókn Íslands að ESB verði dregin til baka.
Lagt er til að öll skógræktarverkefni ríkisins verði lög niður, þ.m.t. Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins.
Lagt er til að öll framlög til stjórnmálaflokka verði afnumin sem og ráðstöfunarfé ráðherra.
Lagt er til að öll framlög til nýsköpunar, atvinnusköpunar og iðnaðarrannsóknar verði afnumin – enda ekki hlutverk ríkisins að skapa störf.
Lagt er til að jöfnunarsjóður sveitafélaga verði lagður niður undir eins.
Lagt er til að stjórnlagaþingið verði slegið af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert