Refurinn er kominn til Reykjavíkur

Refur gæðir sér á eggi.
Refur gæðir sér á eggi. mynd/Jón

Refir hafa komið inn í Reykjavík í nokkur ár. Þannig fóru tófur og tófuslóðir að sjást við og á Reykjavíkurflugvelli fyrir fimm til sex árum.

Maður sem vann við að ryðja flugbrautirnar og fór því oft til vinnu eldsnemma á morgnana skaut ref við Kringlumýrarbraut og annan í Hádegismóum.

Haraldur Sigurðsson hefur komið upp fuglafriðlandi í Núpskötlu á Melrakkasléttu og varið gegn ref og mink. Honum er farið að blöskra ástandið vegna stöðugrar fjölgunar í refastofninum í landinu, að því er fram kemur í umfjöllun um viðgang refastofnsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert