Lífeyrissjóðirnir bentu ríkinu á aðra leið í fjármögnun

Við Suðrulandsveg.
Við Suðrulandsveg. mbl.is/Sverrir

Andstaða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við að ríkið ábyrgðist lán vegna vegaframkvæmda á stofnbrautum var aðalástæðan fyrir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið um fjármögnun framkvæmdanna.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Landssamtaka lífeyrissjóða. Samningamenn lífeyrissjóðanna bentu fulltrúum ríkisins á að fara þá leið sem nú hefur verið valin, eftir að fyrirstaða AGS gufaði upp. Munu ríkisskuldabréf verða boðin út með ábyrgð ríkisins og er búist við að lífeyrissjóðirnir bjóði í þau þegar að því kemur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðiðnu í dag segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, ríkisstjórnina vera á villigötum með hugmyndum um vegtolla. Segir hún skattlagningu á akstur og ökutæki þegar háa og beinast að ákveðnum þjóðfélagshópum. Veki það spurningar um jafnræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert