Upplýsingalög ná til ohf.

Hér sjást óskráð skjöl á brettum í Þjóðskjalasafninu. Þau eru …
Hér sjást óskráð skjöl á brettum í Þjóðskjalasafninu. Þau eru íí raun týnd skjöl og því dugar skammt að vísa til upplýsingalaga til að afla upplýsinga um efni þeirra. mbl.is/Ómar

  Frumvarpi til nýrra upplýsingalaga var lagt fram á Alþingi í dag. Meðal helstu nýmæla er að upplýsingalög verða látin ná til fyrirtækja sem eru í 75% eigu hins opinbera eða meira. Þau munu því m.a. ná til Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK o.fl.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að rökin fyrir því að miða hlutfallið við 75 séu fyrst og fremst þau að þegar eignarhluti tiltekins aðila í fyrirtæki hafi náð þeim mörkum verði að líta svo á að ákvarðanir um meðferð og stjórnun slíks fyrirtækis séu í reynd að langmestu leyti ákvarðanir um ráðstöfun opinberra hagsmuna. „Þá má einnig hafa í huga að sé þessum eignarhluta náð verður almennt að ætla að viðkomandi opinberir aðilar hafi í reynd full eða a.m.k. mjög veruleg yfirráð yfir lögaðila í gegnum eigendavald sitt,“ segir í greinargerðinni.

Rúv fellur ekki undir lögin

Ekki falla þó allir lögaðilar sem ríki eða sveitarfélög reka undir lögin. Sérstaklega er tilgreint að þau nái ekki til Ríkisútvarpsins, skóla, bóka- og skjalasöfn eða rannsóknastofnanir og ekki heldur til menningarstofnana.

Tekið er fram að breytingarnar á lögunum felist ekki að allar upplýsingar verði sjálfkrafa aðgengilegar almenningi. Áfram sé byggt á þeirri reglu að vegna samkeppnishagsmuna sé heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar aðgangsrétti almennings.

Að langstærstum hluta verða takmarkanir á upplýsingarétti almennings óbreyttar frá gildandi lögum. Þó er ítarlegar skilgreint hvaða gögn flokkist til vinnugagna.

Meðal annarra breytinga er að minni kröfur verða gerðar til þess þeirra sem óska upplýsinga. Í frumvarpinu er lagt til að sá sem óskar aðgangs að gögnum þurfi eftir sem áður að tilgreina það málefni, eða efni máls, sem hann óskar að kynna sér. Hann mun hins vegar ekki þurfa að tilgreina með nákvæmum hætti það tiltekna mál sem beiðni hans lýtur að heldur er það stjórnvalda að finna það mál sem fellur efnislega undir beiðni hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert