Kærir framkvæmd kosninga

Kosið til stjórnlagaþings
Kosið til stjórnlagaþings mbl.is/Golli

Kjósandi hefur kært til Hæstaréttar framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings. Telur hann að vikið hafi verið með svo alvarlegum hætti frá fyrirmælum laga um kosningar, bæði um kosningaleynd og úthlutun sæta á þingið, að það varði ógildingu.

„Ég er enginn sérstakur aðdáandi stjórnlagaþings, að farið skuli í endurskoðun stjórnarskrárinnar með þessum hætti. Þá hafa verið gefnar ýmsar yfirlýsingar sem orka mjög tvímælis. Ég tel rétt að það liggi fyrir að öll skilyrði laga varðandi þetta ferli séu óumdeilanlega uppfyllt, áður en endurskoðun er hafin,“ segir kærandinn, Óðinn Sigþórsson bóndi í Einarsnesi í Borgarfirði.

Óðinn vekur athygli á því að ekki hafi verið séð til þess að kjörklefar væru á kjörstað heldur kjósendum gert að greiða atkvæði í opnu rými. Útbúnaður hafi ekki verið fullnægjandi til að tryggja kosningaleynd og að kjósandi skuli vera einn og ótruflaður við kosningaathöfnina.

Telur að ógilda eigi kjörbréf allra

Þá nefnir hann að kjósendum hafi verið bannað að brjóta saman kjörseðil og þeir sem það gerðu hafi verið beðnir um að fletta seðlinum í sundur og skila þannig.

Þá telur Óðinn að landskjörstjórn hafi verið óheimilt að úthluta þeim frambjóðendum sæti á stjórnlagaþingi sem ekki náðu tilskildum atkvæðafjölda, svokölluðum sætishlut. Því beri að ógilda kjörbréf þeirra fjórtán sem ekki náðu 3.167 atkvæða markinu og raunar einnig þeirra ellefu sem því náðu, því lög kveði á um að þingið skuli skipað 25 fulltrúum hið minnsta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert