Aðstoðuðu bíl á Fjarðarheiði

Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag.
Lítið skyggni var á Fjarðarheiði í dag.

Félagar í björgunarsveitinni Ísólfi á Seyðisfirði fóru í morgun upp á Fjarðarheiði til að aðstoða bíl sem var þar í vandræðum, en mjög vont veður var á heiðinni í morgun. Ekkert amaði að fólkinu og gekk vel að koma bílnum til byggða.

Blindbylur hefur verið víðast hvar á Austurlandi í morgun og ekkert ferðaveður. Mjög lítið skyggni var á Fjarðarheiði í morgun.  Vindur á heiðinni var norðvestanstæður 15 metrar á sek og fóru hviður upp í 20 metra á sek.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert