Eyjafjallajökull í rússnesku

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í apríl.
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli í apríl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eyjafjallajökull hafði áhrif á fleira en alþjóðlega flugumferð og ferðaþjónustu í vor. Orð, hugtök og orðasambönd honum tengd voru meðal þeirra algengustu í mörgum tungumálum á árinu sem er að líða. 

Rússneski vefurinn imhonet.ru gerði könnun meðal notenda um hver hefðu verið algengustu orðin og orðasamböndin, sem þeir notuðu á árinu 2010. Í ljós kom að þau tengdust flest náttúruhamförum bæði í Rússlandi og víðar. Hiti og mengun  voru algengust enda var kæfandi hiti í Rússlandi í sumar og þykkur reykjarmökkur frá skógareldum lá lengi yfir höfuðborginni Moskvu. Orðið avatar var einnig algengt vegna vinsælda kvikmyndar James Camerons.  

Algengustu orðasamböndin voru: hræðilegur hiti og íslensk aska.

Sagt var frá því í gær á mbl.is, að þýska málfræðistofnunin, Gesellschaft für deutsche Sprache, velji árlega þau orð eða orðasambönd, sem talin eru hafa verið mikilvægust í þýskri orðræðu árið á undan. Meðal mikilvægustu orðanna á þessu ári er aschewolke eða öskuský, sem mjög var notað þegar flugumferð lá að mestu niðri í Evrópu í apríl vegna eldgossins úr Eyjafjallajökli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert