Forsetinn tjáir sig um Icesave í Abu Dhabi

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir í viðtali við Bloomberg fréttastofuna í dag að ekki sé tímabært að ræða um hvort Icesave fari í þjóðaratkvæði nú. Það sé ákvörðun sem hann muni taka í febrúar.  Viðtalið er tekið við forsetann í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nánar til tekið í Abu Dhabi.

Alþingi hafi ekki enn afgreitt  samkomulag það sem gert var við Breta og Hollendinga fyrr í mánuðinum um endurgreiðslu vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Það verði ekki fyrr en í lok janúar, byrjun febrúar.  

Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir frumvarp til laga um Icesave samkomulag fyrir tæpu ári síðan og fór málið í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem  93% þjóðarinnar hafnaði lagafrumvarpinu.

Í viðtali Mark Barton á sjónvarpsstöð Bloomberg við Ólaf Ragnar þann 26. nóvember sl. sagði forsetinn að það væri í höndum kjósenda að ákveða hvort greiða ætti skuldbindingarnar. Ef íslenskum almenningur ætti að greiða fyrir gjaldþrot einkabanka þá eigi hann einnig að eiga lokaorðið varðandi greiðslur. 

Ólafur Ragnar neitaði að tjá sig frekar um þessi orð sín í viðtali við Blooberg í dag og segir að málið sé í pólitískum farvegi nú. Þetta sé eitthvað sem hann ræði hvorki við íslenska fjölmiðla né aðra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert