Varðir fyrir nýjum lögum

mbl.is

Samkvæmt samningi fjármálaráðuneytisins við skilanefnd Landsbankans þarf NBI (Nýi Landsbankinn) að greiða skilanefndinni bætur vegna lækkunar á verðmæti eigna NBI sem kann að hljótast af nýjum reglum eða lögum settum af ríkinu.

Þetta kemur fram í umsögn skilanefndarinnar til efnahags- og skattanefndar vegna gengislánafrumvarpsins svokallaða. „Stofnist slíkur bótaréttur verður fjárhæð bótanna bætt við höfuðstól skuldabréfs sem NBI mun gefa út til LBI [innsk: skilanefndarinnar] árið 2013,“ segir í erindi skilanefndarinnar, sem á tæplega 20% hlut í NBI.

Með öðrum orðum mun skilanefndin ekki tapa krónu á því ef gengislánafrumvarpið eða aðrar lagasetningar rýra verðmæti ákveðinna eignasafna NBI, sem flutt voru úr gamla bankanum yfir í þann nýja.

Gengislánafrumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi um síðustu helgi. Efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarpið, en því er ætlað að bregðast við niðurstöðu Hæstaréttar um að gengistrygging lána sé ólögmæt.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert