Hávaðarok en skaplegra en í gær

Menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins mættu með öflug tæki og hreinsuðu …
Menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins mættu með öflug tæki og hreinsuðu til á bænum Hvassafelli undir Eyjafjöllum þegar askan vegna gossins í Eyjafjallajökli var á allra vörum. Askan angrar heimamenn enn. Sigmundur Sigurgeirsson

„Það brotnuðu nokkrar rúður hjá okkur í gær en það var það eina sem skemmdist. Vindurinn fór í 48 metra á sekúndu,“ segir Heiða Björg Scheving, leikskólastjóri, um veðurofsann við bæinn Hvassafell, þar sem hún bær ásamt manni sínum, Páli Magnúsi Pálssyni bónda.

„Við fylgjumst alltaf með því hjá Vegagerðinni hvað vindustyrkurinn verður mikill. En þetta er svo sem ekkert óeðlilegt hjá okkur.“

- Þannig að þetta hefur verið skaplegra í nótt en í fyrrinótt?

„Já. Allavega sváfum við fyrir veðrinu. Við vöknuðum hins vegar í fyrrinótt við veðrið.“

- Þannig að veðrið er að ganga niður?

„Já. Við erum hins vegar að vonast eftir snjó. Það hefur ekkert snjóað. Það er svo óskaplega mikill öskubylur hérna. Það er eiginlega það sem angrar okkur mest.“

- Á askan þátt í að rúðurnar brotna eða er það vindstyrkurinn?

„Nei. Það er vindstyrkurinn. Þegar fýkur af hlöðunum - það er möl í hlöðunum - fer það í allt sem fyrir verður. Það getur farið í bíla ef þeir eru ekki settir inn. Við erum ekki með hús fyrir öll tækin. Sumt þarf að standa úti og það verður mjög oft fyrir skemmdum.“

Heiða Björg Scheving
Heiða Björg Scheving mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert