Ekkert ferðaveður

Búist er við stormi í nótt.
Búist er við stormi í nótt. mbl.is

Byrjað er að hvessa talsvert syðst á landinu og má búast við suðaustan og austan 18-25 m/s á landinu í nótt og talsverðri rigningu. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands er lítið ferðaveður og er búist við snörpum vindhviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum og á annesjum norðan- og norðaustanlands.

Tekið er að hlýna á sunnanverðu landinu. Búast má við rigningu en mikilli úrkomu á SA-landi. „Síðdegis á morgun fer að draga úr vindi og annað kvöld má búast við að verði orðin suðaustan 10-15 m/s og minni úrkoma.  Þá verður orðið nærri þurrt á Norðurlandi en annars rigning, “ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni.

Helga segir að ekkert ferðaveður sé nú og ætti fólk sem á leið um Kjalarnesið og víðar að fara varlega þar sem búast megi við snörpum vindhviðum. „Það dregur úr vindi síðdegis á morgun þannig að það er ágætt að fylgjast með og fara frekar af stað þegar veðrið hefur gengið niður. Það byrjar að lægja suðvestantil og ætti að byrja að lægja strax í fyrramálið á suðvesturhorninu.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert