Erill hjá lögreglunni í Eyjum

Erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt.
Erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt, en þar var veður einna verst á landinu. Þar að auki voru skemmtistaðir opnaðir eftir miðnættið og líf og fjör var því í bænum þrátt fyrir veðrið.

Allt gekk þó stóráfallalaust fyrir sig og fór skemmtanahaldið vel fram að sögn varðstjóra.

Sá snjór sem var í Vestmannaeyjum er nú á bak og burt en ekki varð vart við tjón vegna fjúkandi hluta eða vegna vatnsaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert