Leita að Evrópusinnuðum þingmönnum

Sigmundur Davíð segist ekki fara í stjórn með óbreyttan stjórnarsáttmála.
Sigmundur Davíð segist ekki fara í stjórn með óbreyttan stjórnarsáttmála. mbl.is/Ómar

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, kveðst hafa orðið var við viðræður á milli stjórnarflokkanna og Framsóknarflokksins um ríkisstjórnarsamstarf fimmtudag og föstudag fyrir þinglok.

„Ég fékk það staðfest að það hefði gerst. Þreifingar voru í gangi. Menn þreifuðu á Framsóknarflokksþingmönnum. Bæði ég og Ásmundur Einar fengum það staðfest í viðtölum við þingmenn. Svo fór þetta ekki framhjá neinum sem fylgdist með í salnum,“ segir Atli sem kveður vissa stjórnarþingmenn grennslast fyrir um áhuga þingmanna á ESB-aðild.

I fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ekki kannast við eiginlegar umræður um stjórnarsamstarf Samfylkingar, VG og Framsóknar. „Við færum aldrei inn í þessa ríkisstjórn með óbreyttan stjórnarsáttmála. Ég held að það sé best að menn skoði þetta allt frá grunni. Það væri bara óraunhæft með óbreytta stefnu að velta slíku fyrir sér,“ segir Sigmundur Davíð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert