Dýfa sér í ískaldan sjó

Hið árlega nýárssund eða nýársbað á ylströndinni í Nauthólsvíkinni stendur nú yfir. Frá því klukkan 11 í morgun hafa um 150 manns dýft sér í 0,6 gráðu heitan sjóinn en opið er á ylströndinni til kl. 14. Sundkapparnir eru misvanir sjósundi og meðan sumir syntu í 5-7 mínútur létu aðrir sér það nægja að rétt bleyta kroppinn og svo hlaupa aftur upp á þurrt land. Létu sumir jafnvel blótsyrði falla þegar þeir fundu hversu kaldur sjórinn var.

Búist er við að alls 300 manns mæti á ylströndina í dag. „Það er mikil stemning, mikil gleði og brosin skína úr hverju andliti. Sumir eru nýkomnir úr nóttinni og hafa fundið gleðina aftur hér eftir þreytu morgunsins,“ segir Árni Jónsson, deildarstjóri ylstrandarinnar.

Að loknu sjósundinu stendur sundköppunum til boða að fara í heitan pott og til að fagna nýju ári ætlar sjósund- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur að bjóða gestum uppá kaffi, te, kakó og piparkökur. Aðgangur að Ylströndinni er ókeypis og í boði eru búningsklefar með sturtuaðstöðu, heitur pottur og ískaldur sjór.


Um 150 manns hafa þegar stungið sér til sunds í …
Um 150 manns hafa þegar stungið sér til sunds í Nauthólsvíkinni. mbl.is/Eggert
Sjósundkappar slaka á í heitum potti.
Sjósundkappar slaka á í heitum potti. mbl.is/Eggert
Á leið ofan í sjóinn.
Á leið ofan í sjóinn. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert