Sérstakur væntir niðurstöðu í febrúar

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is/Golli

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segist vænta þess að niðurstaða um hvort embættið fái aðgang að gögnum sem lagt var hald á í húsleit hjá Banque de Havilland í Lúxemborg liggi fyrir í lok febrúar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nú sé beðið niðurstöðu æðsta dómstigs í Lúxemborg um málið, en neðra dómstig dæmdi sérstökum saksóknara í hag. Banque de Havilland var reistur á rústum Kaupþings í Lúxemborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert