Björgunarsveit kölluð út undir Eyjafjöllum

Öskufok er undir Eyjafjöllum.
Öskufok er undir Eyjafjöllum. mynd/Magðalena

Björgunarsveitin Dagrenning var kölluð út í nótt vegna þess að rúða hafði brotnað á bæ undir Eyjafjöllum. Svo hvasst var að fólk á bænum treysti sér ekki til að fara út til að negla fyrir gluggann.

Jón Hermannsson, hjá Landsbjörgu, segir að mjög hvasst hafi verið undir Eyjafjöllum í nótt og morgun. Gosefni fjúki undan veðrinu og bílar geti skemmst mikið ef þeir séu á ferð á svæðinu. Hann sagði að bílum björgunarsveita sé hins vegar ekki hlíft þegar þurfi að bjarga verðmætum og fólki í neyð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert