Ísland í 2. sæti yfir svartsýnustu þjóðir

Frakkar eru almennt svartsýnir á nýja árið.
Frakkar eru almennt svartsýnir á nýja árið. PHILIPPE WOJAZER

Ísland kemur illa út í skoðanakönnun sem BVA-Gallup gerði um efnahagshorfur í heiminum. Þegar spurt er hvort fólk reikni með að efnahagsástandið versni og atvinnuleysi muni aukast er Ísland í öðru sæti næst á eftir Frökkum sem eru svarsýnastir þjóða ef marka má könnunina.

Könnunin var gerð í 53 löndum og tóku þátt í hanni um 64 þúsund manns. Spurt var um viðhorf fólks til nýs árs. Frakkar líta almennt neikvæðum augum á árið, en 61% sögðust telja að árið yrði slæmt í efnahagsmálum. Næst á eftir kom Ísland og þá Bretland. Serbía og Rúmenía koma þar á eftir.

Af Evrópuríkjunum er bjartsýni mest í Þýskalandi, en aðeins 22% Þjóðverja búast við að ástandið versni í efnahagsmálum á nýju ári. Lönd þar sem bjartsýni er einna mest eru Víetnam, Nígería, Kína, Ghana og Brasilía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert