Bankarán í Hraunbæ

mbl.is/Júlíus

Reynt var að fremja bankarán í útibúi Arion-banka í Hraunbæ í dag en tilkynning barst rétt upp úr kl. 9 í morgun. Að sögn lögreglu er talið að um tvo menn hafi verið að ræða. Þeir komust undan og leitar lögreglan nú að þeim.

Lögreglan segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. Ekki liggur fyrir hvort mennirnir hafi verið vopnaðir og þá hafa ekki fengist upplýsingar hvort þeir komust með mikið af fjármunum á brott með sér.

Lögreglan er með ágætar vísbendingar, en eftirlitsmyndavélar eru í bankanum sem lögreglumenn hafa nú til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert