Verður að setja fram samningsskilyrðin

Þingmenn VG á fundi í gær.
Þingmenn VG á fundi í gær.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG,  segir á Facebook-síðu sinni, að á þingflokksfundi í gær, sem stóð yfir í rúma 7 tíma, hafi verið rætt um ágreiningsefnin varðandi aðildarumsóknina að Evrópusambandinu og kvótakerfið.

„Það er ekki hægt að draga lengur að setja fram samningsskilyrði Íslands og tryggja verður eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni," skrifar Lilja.

Þingmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi, sögðu að umræðum um stefnuna í Evrópusambandsmálum væri hvergi nærri lokið. Nú tæki við fundaherferð VG um land allt og í kjölfar hennar ættu mál að hafa skýrst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert