ASÍ vill aðgerðaáætlun

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Vilmundur Jósefsson, formaðuri SA, ræðast …
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Vilmundur Jósefsson, formaðuri SA, ræðast við í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Kristinn

Verkalýðshreyfingin mun í komandi kjarasamningum leggja áherslu á að hefja uppbyggingu kaupmáttar og lífskjara á ný byggt á slíkum grunni. Lögð er áhersla á samræmda launastefnu sem felur í sér almennar launahækkanir og jöfnun kjara. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun, sem fulltrúar ASÍ kynntu á fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag.

Í tilllögum ASÍ segir m.a. að grípa verði til aðgerða gegn atvinnuleysi, m.a. með því að hrinda í framkvæmd stórum framkvæmdum í samgöngumálum með stofnun félags í eigu ríkissjóðs sem taki lán hjá langtíma fjárfestum til langs tíma.

Þá verði hafið umfangsmikið viðhald opinberra bygginga. Kannað verði hvort og með hvaða hætti langtíma fjárfestar geti komið að fjármögnun verkefnisins. Flýtt verði fyrirsjáanlegri uppbyggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða með samningum við langtímafjárfesta um fjármögnun.

Greitt verði fyrir þegar áformuðum fjárfestingum í orkufrekum iðnaði, þ.m.t. flýta frágangi skipulagsmála við neðri hluta Þjórsár og á Reykjanesi. Lokið verði við samninga um orkusölu og fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.

Vefur ASÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert