Þörf á ítarlegri umræðu um stjórnsýslu Orkustofnunar

Frá borunum í Gjástykki.
Frá borunum í Gjástykki.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra telur þörf á ítarlegri samfélagslegri umræðu um stjórnsýslu Orkustofnunar og hvernig hún skilji þau lög sem hún starfar eftir og gerir henni að kalla eftir umsögnum. Eftir þá umræðu komi í ljós hvort tilefni sé til að taka málið upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar.

Áður en til kasta ríkisstjórnarinnar kemur þurfi umræðan að vera um ákvörðun Orkustofnunar, á hvaða grundvelli hún hvílir og hvaða sjónarmið hún endurspeglar, því í rannsóknarleyfinu komi berlega fram að náttúruverndarrök njóti einskis vægis í mati Orkustofnunar.

Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni og efnisnámum í landi Norðurþings, Þeistareykja og Reykjahlíðar í Gjástykki. Með því var gengið gegn umsögnum Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðuneytis – og jafnvel vilja ríkisstjórnarinnar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun verður ekki farið í frekari rannsóknir á svæðinu fyrr en niðurstaða rammaáætlunar og náttúruverndaráætlunar um svæðið liggur fyrir. Sótt hafi verið um rannsóknarleyfi til að viðhalda því leyfi sem fyrirtækið hafi haft. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert