Öskufjúk í Eyjum

Öskuföl liggur yfir Vestmannaeyjabæ.
Öskuföl liggur yfir Vestmannaeyjabæ. mynd/Ásta Lilja

Mikið öskufjúk hefur verið í Vestmannaeyjum í dag og liggur öskuslikja yfir bænum. Að sögn eins viðmælanda mbl.is bylur askan á gluggum húsa. Mjög hvasst hefur verið í Vestmannaeyjum í dag og var vindhraðinn á Stórhöfða tæpir 39 metrar á sekúndu klukkan 15.

Að sögn íbúa á Suðurlandi er mjög svart í lofti að sjá tilsýndar. Íbúar á þéttbýlissvæðum, svo sem á Hvolsvelli, hafa þó að mestu sloppið við öskufjúk í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert