Ekki ólöglegt að gefa líkamshluta á safn

Reðursafnið á Húsavík.
Reðursafnið á Húsavík. mbl.is

Sigurður Hjartarson, safnstjóri Reðursafnsins á Húsavík, segist ekkert vilja tjá sig um hvort hann hafi fengið getnaðarlim Páls Arasonar á safnið.

Forsaga málsins er sú, að Páll hafði ánafnað Reðursafninu lim sinn eftir andlát sitt, en hann lést  5. janúar síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru ekki til nein lög sem ná yfir brottnám líkamshluta látins fólks í þessum tilgangi.

Hjá embættinu fengust þau svör að líklega væri þetta ekki ólöglegt og ólíklegt að landlæknir myndi hafa afskipti af þessu.

„Hafi ég fengið þennan safngrip, þá gæti hann verið gerður opinber í apríl. En ég boða þá til blaðamannafundar“, sagði Sigurður í samtali við mbl.is.

 „Hugsanlega fæ ég þetta og hugsanlega ekki. Ég vil ekkert fullyrða um þetta,“ sagði Sigurður. „Ég hef sýnt þolinmæði og safnað gripum á safnið í 37 ár og fólk verður að vera þolinmótt.“


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert