Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave

Fjórir lögfræðingar, sem sendu fjárlaganefnd Alþingis álitsgerð um hugsanlegar niðurstöður dómsmála tengdum Icesave, segja að skiptar skoðanir séu í þeirra röðum um hver yrði líkleg dómsniðurstaða í máli, sem Eftirlitsstofnun EFTA kynni að höfða gegn Íslendingum.

„Sum okkar telja að talsverðar líkur séu á að slíkt mál vinnist en aðrir telja að þær líkur séu að sama skapi litlar. Við öll teljum þó að ekki verði útilokað að Íslandi verði dæmt áfall í slíku máli," segja lögfræðingarnir Stefán Már Stefánsson, prófessor, Benedikt Bogason, héraðsdómari og dósent, Dóra Guðmundsdóttir, aðjúnkt og Stefán Geir Þórisson, hrl, í álitsgerðinni. 

Fram kemur í álitsgerðinni það mat lögfræðinganna, að ef Icesave-samkomulagið, sem nú er til meðferðar hjá Alþingi, verði ekki staðfest muni Bretar og Hollendingar mögulega höfða mál gegn Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA muni að öllum líkindum fara af stað með samningsbrotamál gegn Íslandi. Þá sé líklegt að Bretar og Hollendingar, og jafnvel fleiri þjóðir, muni halda uppi svipuðu andófi gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum og hingað til.

Lögfræðingarnir segja ekki hægt að útiloka að Íslendingar verði dæmdir til að greiða Icesave-inneignir að fullu. Hins vegar verði að telja, að erfitt geti orðið fyrir Breta og Hollendinga að ná fram dómi um ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum umfram þær rúmu 20 þúsund evrur, sem kveðið er á um í tilskipun Evrópusambandsins um innlánstryggingakerfi.

Lögfræðingarnir telja  mögulegt að kröfur Breta og Hollendinga verði teknar til greina fyrir dómstólum að því er varðar lágmarksinnistæðutryggingu hvers innistæðueigenda, það er rúmlega 20 þúsund evrur. En þeir telja einnig mögulegt að sú niðurstaða fáist, að kröfur Breta og Hollendinga verði ekki teknar til greina. 

„Af framangreindu leiðir, að kostirnir við að halda málaferlum til streitu eru helstir þeir, að við það fæst lögfræðileg úrlausn sem hugsanlega hefði þau áhrif að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða. Ókostirnir eru aftur á móti þeir, að málið gæti tapast sem myndi að öllum líkindum setja Ísland í verri samningsstöðu en nú er fyrir hendi og gæti leitt til óhagstæðari niðurstöðu. Hér verður einnig að gæta þess að dómsmál geta dregist á langinn með samsvarandi óvissu og tjóni fyrir alla aðila. Verður þá einnig að hafa í huga að þetta getur haft áhrif á vinsamleg samskipti við þjóðir sem hlut eiga að máli," segir í álitsgerðinni.

Fram kemur í greinargerðinni, að það sé grundvallaratriði í samkomulagi um Icesave, að neyðarlögin svonefndu, sem sett voru í október 2008, haldi því verði þeim hnekkt yrði eignum gamla Landsbankans ráðstafað upp í allar almennar kröfur á hendur gamla bankanum.

Lögfræðingarnir telja fremur litlar líkur á að neyðarlögunum verði hnekkt með dómi þótt það sé ekki útilokað. Þeir segja síðan í lok álitsins, að versta niðurstaðan af Icesave-samningnum sé sú, að hann geti leitt til mikilla skuldbindinga fyrir íslenska ríkið um mörg ókomin ár. Ólíklegt sé þó að til þess komi. Besta niðurstaðan sé sú, að ríkið þurfi aðeins að greiða óverulegar fjárhæðir eða alls ekki neitt.

Álitsgerð lögmannanna 

mbl.is

Innlent »

Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Í gær, 23:35 Það var óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti" - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. Meira »

Gögn um fjármál þúsunda viðskiptavina

Í gær, 22:34 Glitnir lagði fram kröfu um lögbann á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, unna upp úr gögnum innan úr Glitni HoldCo ehf. vegna þess að taldar eru yfirgnæfandi líkur á því að í gögnum sé að finna upplýsingar um persónuleg fjárhagsmálefni þúsunda fyrrverandi viðskipta vina bankans. Meira »

Nálgunarbann eftir ítrekað ofbeldi

Í gær, 21:44 Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í fjögurra mánaða nálgunarbann í Héraðsdómi Suðurlands. Rökstuddur grunur var uppi um að maðurinn hefði ítrekað beitt konu ofbeldi heimili hennar og í sex skipti brotið gegn fyrra nálgunarbanni. Meira »

Hyggjast leysa húsnæðisvandann

Í gær, 21:31 Áherslur flokkanna í húsnæðismálum fyrir komandi alþingiskosningar eru misjafnar ef skoðaðar eru heimasíður þeirra. Málaflokkurinn hefur verið mikið í umræðinu í þjóðfélaginu undanfarin misseri . Sérstaklega hefur verið rætt um erfiðleika ungs fólks við að komast inn á húsnæðismarkaðinn og hátt verð á leigumarkaðnum. Meira »

Ógnuðu öryggisverði með skotvopni

Í gær, 21:22 Fjórir einstaklingar voru handteknir á níunda tímanum í kvöld í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á atviki sem varð í verslun á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleytið í kvöld, þar sem öryggisverði var ógnað með skotvopni. Meira »

4-5 milljarða undir meðaltalinu

Í gær, 21:10 Þegar horft er til meðaltals á síðustu 15 árum yfir húsnæðisstyrki hvers konar sem hið opinbera veitir sést að í ár og í fyrra eru slíkir styrkir um 4-5 milljörðum undir meðaltali. Í ár setur hið opinbera í heild um 23 milljarða í húsnæðisstyrki. Meira »

Múlbindur Reykjavík Media og Stundina

Í gær, 20:36 „Í mínum huga er þetta mjög gróf aðför að lýðræðinu í landinu vegna þess að blaðamenn og blaðamennska á að snúast um það að fjalla um mál sem varða almannahagsmuni sama hver á í hlut,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Reykjavík Media. Meira »

„Almannahagsmunir klárlega yfirsterkari“

Í gær, 21:03 Þingmenn Pírata og Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna lögbanns sýslubanns sýslumannsins í Reykjavík á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Allir vilja fjölga hjúkrunarrýmum

Í gær, 20:32 Flestir fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru sammála um að auka þyrfti fé til uppbyggingar á hjúkrunarrýmum. Þetta kom fram í máli fulltrúa stjórnmálaflokkanna á málþingi um stefnu Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV

Í gær, 20:29 Miðflokkurinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að flokknum þyki leitt að í málefnaþáttum, sem sýndir eru RÚV, hafi verið tilkynnt að Miðflokkurinn hafi hafnað þátttöku, án eðlilegra skýringa. Meira »

Uppskriftir að náttúruvænum lífsstíl

Í gær, 20:08 Bókin Betra líf án plasts fær hárin kannski ekki til að rísa á höfði fólks, en trúlega verður mörgum um og ó við lesturinn. Víða í bókinni eru hrollvekjandi staðreyndir um það hvernig gífurlegt magn plastúrgangs skaðar umhverfið, lífríkið og okkur sjálf. Góðu tíðindin eru þau að það er hægt að komast af án plasts. Meira »

Enginn séns og engin von hér á landi

Í gær, 19:44 „Eins mikið og mig langar að búa á Íslandi, ég elska Ísland og vil ekki fara frá mömmu sem er sjúklingur, þá erum við flutt til Danmerkur.“ Þetta sagði Guðný Ásta Tryggvadóttir, en hún var ein fjögurra kvenna sem fluttu erindi um upplifun sína af leigumarkaði á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag. Meira »

Vara við notkun þráðlauss nets

Í gær, 19:42 Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi-öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Meira »

BÍ fordæmir lögbann á fréttaflutning

Í gær, 19:26 „Við mótmælum og fordæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslumaður eigi ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tjáningarfrelsi fjölmiðla og rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Bankaleynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitthvað að fela.“ Meira »

Falsaðar undirskriftir hjá Miðflokknum

Í gær, 18:38 Sjö undirskriftir á einu meðmælendablaði sem skilað var inn fyrir Miðflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður voru falsaðar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu flokksins. Meira »

Kosningaefndir á „hraða snigilsins“

Í gær, 19:29 „Nánast í hverjum einustu kosningum undanfarna áratugi hefur þó ekki skort kosningaloforð til umbóta fyrir eldri borgara, en efndirnar hafa því miður verið á hraða snigilsins og virðist þá litlu skipta hvaða stjórnmálaflokkar hafa farið með völdin.“ Þetta segir Anna Birna Jensdóttir á málþingi SFV, um hver eigi að vera stefna Íslands í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

„Gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu“

Í gær, 19:11 „Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi.“ Meira »

Hefur áhyggjur af praktísku hliðinni

Í gær, 18:20 Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir að best hefði verið ef framsóknarmenn hefðu átt samtal við samtökin áður en þeir slógu fram jafnviðamikilli tillögu og svissnesku leiðinni í kosningaherferð sinni. Meira »
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...