Vindar munu áfram blása um Alþingi

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði þegar þing var sett að nýju í dag eftir mánaðarlangt hlé, að búast mætti við að vindar blási áfram um Alþingi á meðan þjóðin er að vinna sig út úr þeim erfiðleikum, sem fylgdu bankahruninu.

Fólk hefur þegar safnast saman framan við Alþingi og ber þar bumbur og búsáhöld. 

Fyrr í dag setti lögreglan upp varnargirðingu framan við þinghúsið líkt og gert var þegar Alþingi var sett í október. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert