Kærir rækjuúrskurð til Hæstaréttar

Lögmaður Ramma á Siglufirði segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, um að vísa frá máli á hendur íslenska ríkinu, verði kærð til Hæstaréttar. 

Rammi krafðist þess að dómurinn ógilti þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra, að gefa úthafsrækjuveiðar frjálsar á yfirstandandi fiskveiðiári.

Á vef Landssambands íslenskra útvegsmanna er haft eftir Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni, sem rekur málið fyrir Ramma, að niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Hæstaréttar. Málið snúist um að láta reyna efnislega á ákvörðun ráðherra. Sérkennileg niðurstaða væri ef slíkt væri ekki hægt þegar um sé að ræða stjórnvaldsákvörðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert