Sigurjóni sleppt úr gæslu

Sigurjón Þ. Árnason í hópi fjölmiðlamanna.
Sigurjón Þ. Árnason í hópi fjölmiðlamanna. mbl.is/RAX

Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var sleppt úr gæsluvarðhaldi nú undir kvöld að loknum yfirheyslum. Að sögn Ólafs Þ. Haukssonar, sérstaks saksóknara, stóðu rannsóknarhagsmunir ekki til þess að honum væri haldið lengur. 

„Okkur var heimilt að halda honum fram á þriðjudag en rannsóknarhagsmunir stóðu ekki til þess að hann yrði vistaður lengur. Það þýðir að við erum búin að komast yfir það rannsóknarefni sem þurfti að klára áður en að hann yrði látinn laus.“

Sigurjón var handtekinn 13. janúar og Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann daginn eftir í gæsluvarðhald til 25. janúar að kröfu embættis sérstaks saksóknara. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð sl. þriðjudag og féllst þá á það með sérstökum saksóknara, að fram væri kominn rökstuddur grunur um að Sigurjón hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing sé lögð við.  

Halldór J. Kristjánsson, sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun ásamt Sigurjóni, kom til landsins sl. sunnudag að ósk sérstaks saksóknara. Halldór var í kjölfarið úrskurðaður í farbann til 25. janúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert