Eldsneytisverð stefnir í hreina sturlun

Eldsneytisverð fór í 217,90 krónur lítrinn í gær.
Eldsneytisverð fór í 217,90 krónur lítrinn í gær.

Eldsneytisverð hér á landi stefnir í hreina sturlun, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag. Vildi hann vita til hvaða aðgerða fjármálaráðherra hygðist grípa til að lækka eldsneytisverð og benti á að ríkið tæki langmesta hlutann af verðinu til sín í formi skatta.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að verð væri óvenju hátt vegna aðstæðna á heimsmarkaði og einnig hefði Bandaríkjadalur styrkst gagnvart krónu. Hækkanir á bensín- og olíugjaldi hefðu aðeins verið verðlagshækkanir en skattlagning hér væri í takt við það sem væri í öðrum löndum. 

Sagði Steingrímur, að allar líkur væru til að eldsneyti lækkaði á ný í verði þegar árstíðasveiflunni, sem nú væri, lyki. Engin áform væru um að breyta skattlagningu. 

Öll olíufélögin nema Orkan hafa nú hækkað eldsneytisverð um 5 krónur, þar sem algengt lítraverð er 217,90 krónur á bensíni hjá stóru félögunum; N1, Olís og Shell. Hjá Atlantsolíu er lítrinn á bensíni 217,10 krónur og 217,60 krónur hjá Ób.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert