Vatnsréttindi metin á 1,6 milljarða

Kárahnjúkastífla.
Kárahnjúkastífla. mbl.is/RAX

Héraðsdómur Austurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu, að staðfesta beri niðurstöðu sérstakrar matsnefndar sem lagði mat á verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar. Matsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að réttindin yrðu metin á 1,6 milljarða króna.

Héraðsdómur kvað í dag upp dóm í máli, sem flestir eigendur vatnsréttinda við Jökulsá á Dal, eða 61 að tölu, höfðuðu gegn Landsvirkjun.

Fram kemur í greinargerð Landsvirkjunar, að landeigendurnir hafi á sínum gert kröfu um að samtals yrðu greiddir tæpir 96 milljarðar króna vegna vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunar í heild sinni en það sé nær því sama fjárhæð og áætlaður framkvæmdakostnaður við þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar hafi verið á þeim tíma.

Niðurstaða héraðsdóms er að staðfesta beri niðurstöðu hinnar samningsbundu matsnefndar um greiðslur til landeigenda.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert