Fyrsta sprenging í sumar?

Gert er ráð fyrir 7,4 km göngum úr Eyjafirði í …
Gert er ráð fyrir 7,4 km göngum úr Eyjafirði í Fnjóskadal. mbl.is/Skapti

Ef allt fer að óskum verður sprengt fyrir Vaðlaheiðargöngum seinni part sumars, að sögn Péturs Þórs Jónassonar, framkvæmdastjóra Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Í MOrgunblaðinu í dag kemur fram, að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fundaði á miðvikudag með fulltrúum sveitarfélaga og félagsins Greiðrar leiðar, sem vinnur að gerð ganganna. „Það má segja að þessi fundur hafi verið til þess að ganga úr skugga um að allir aðilar væru samstiga í þessu,“ segir Pétur.

Ráðherrann hafi m.a. viljað ganga úr skugga um að vilji til verksins væri enn fyrir hendi þrátt fyrir umræðu undanfarið um veggjöld á suðvesturhorninu, en ljóst er að Vaðlaheiðargöng verða fjármögnuð með veggjöldum sem áætlað er að verði álíka há og gjöld í Hvalfjarðargöng.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert